Vaka Rún íþróttamaður Álftanes 2012


Sveitarfélagið Álftanes veitir á hverju ári viðurkenningar til Íslands og bikarmeistara til þeirra íbúa bæjarins sem íþróttafélögin tilnefna.  Að þessu sinni hlutu þau Róbert Ísak Jónsson, Ásmundur Þór Ásmundsson og Vaka Rún Þórsdóttir, frá íþróttafélaginu Firði viðurkenningar fyrir árangur sinn á árinu.
 
Íþrótta-, tómstunda- og menningarmálanefnd Álftaness velur síðan íþróttamann Álftaness úr þessum hópi.  Að þessu sinni kom sá heiður í hlut Vöku okkar Rún, sem æft hefur og keppt fyrir Fjörð um 10 ára bil.
 
Vaka Rún setti þrjú íslandsmet í jafn mörgum greinum á árinu og var í lok árs handhafi eins Íslandsmets, í 100 metra baksundi í 50m laug. Einnig var Vaka Rún í bikarliði Fjarðar sem varð bikarmeistari Íþróttasambands Fatlaðra, fimmta árið í röð.
 
En þetta er jafnframt í síðasta sinn sem þessi bikar er veittur því eins og flestum má vera kunnugt sameinuðust sveitafélögin Álftanes og Garðabær um áramótin 2012-2013.  Vaka kemst þar með í hóp frægðarmanna og kappa eins og t.d. Sigurði Reyni Ármannssyni (Firði) sem hlaut þennan sama heiður árið 2006.