Undangengnar vikur hefur Íþróttasamband fatlaðra unnið að nýrri afreksstefnu sambandsins. Við mótun stefnunnar fékk sambandið Inga Þór Einarsson, adjukt í íþróttafræðum við Háskóla Íslands og fyrrum formann sundnefndar ÍF í lið með sér og hefur hann í samráði og samvinnu við íþróttanefndir ÍF unnið að mótun nýrrar afreksstefnu ÍF 2013 – 2020.
Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil verið í fremstu röð þeirra sérsambanda ÍSÍ sem náð hafa góðum árangri á alþjóðavísu meðal annars vegna þess að markmiðin hafa alltaf verið skýr og mikill metnaður hefur verið í öllu starfi ÍF jafnt afreksstarfi sem og unglinga og barnastarfi.
Undanfarin ár hafa verið miklar framfarir í íþróttum fatlaðra í öllum heiminum og samkeppnin aukist til muna með aukinni þátttöku fleiri þjóða. Til að skerpa á markmiðum ÍF hefur afreksstefnan verið gerð skýrari og einfaldari og á hún nú að ná yfir allar íþróttagreinar stundaðar innan ÍF.
Markmið afreksstefnu ÍF 2013-2020
Að ÍF hafi ávallt á að skipa einstaklingum eða liðum, sem standast kröfur til keppni á alþjóðlegum mótum í sínum íþróttagreinum. Í því felst:
2.1 að íþróttamenn/lið ÍF vinni til verðlauna á Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum
2.2 að íþróttamenn/lið ÍF keppi í úrslitum á Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum
2.3 að íþróttamenn/lið ÍF komist inn á Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum
Skipan afreksflokka 2013 - 2020
Afreksstefna ÍF byggir á þrem flokkum sem hafa mismunandi skyldur, kröfur og réttindi eftir því hversu langt þeir eru komnir í átt að því að vera afreksíþróttamaður:
3.1 A-flokkur => afrekshópur (sbr. lið 2.1)
=> Til að vera í A-flokki þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera nr. 1 – 6 á styrkleikalistum IPC fyrir viðkomandi grein sem keppt er í til verðlauna
3.2 B-flokkur => íþróttamenn í færi við að komast í úrslit á stórmótum (sbr. lið 2.2)
=> Til að vera í B-flokki þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera nr. 7 –14 á styrkleikalistum IPC fyrir viðkomandi grein sem keppt er í til verðlauna
3.3 C-flokkur => íþróttamenn sem hafa keppnisrétt á stórmótum (sbr. Lið 2.3)
=> Til að vera í C-hópi þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera með lágmarks árangur eða vera innan við 2% frá lágmörkunum. Hjá sumum íþróttum eru ekki gefið út lágmörk og það er þá í höndum hverrar íþróttanefndar að setja fram viðmið sem eru sambærileg við lágmark hinna greinanna.
Almenna reglan er sú að ÍF sendir einungis keppendur í flokkum A, B og C til keppni og/eða æfinga erlendis, jafnframt að standa undir hluta eða alls kostnaðar sem af því hlýst. Það er svo á ábyrgð hverrar íþróttanefndar ÍF að skipuleggja starf sitt með tilliti til þess að eiga á hverjum tíma sem flesta einstaklinga í afrekshópum ÍF.
Afreksstefnu ÍF má finna á heimasíðu ÍF, www.ifsport.is, undir dálknum „Um ÍF“. Á næstunni verður þar einnig að finna, í viðaukum 1 – 5 nánari, útlistun afreksstefnunnar.
Mynd/ Lezek Nowakowski
Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil verið í fremstu röð þeirra sérsambanda ÍSÍ sem náð hafa góðum árangri á alþjóðavísu meðal annars vegna þess að markmiðin hafa alltaf verið skýr og mikill metnaður hefur verið í öllu starfi ÍF jafnt afreksstarfi sem og unglinga og barnastarfi.
Undanfarin ár hafa verið miklar framfarir í íþróttum fatlaðra í öllum heiminum og samkeppnin aukist til muna með aukinni þátttöku fleiri þjóða. Til að skerpa á markmiðum ÍF hefur afreksstefnan verið gerð skýrari og einfaldari og á hún nú að ná yfir allar íþróttagreinar stundaðar innan ÍF.
Markmið afreksstefnu ÍF 2013-2020
Að ÍF hafi ávallt á að skipa einstaklingum eða liðum, sem standast kröfur til keppni á alþjóðlegum mótum í sínum íþróttagreinum. Í því felst:
2.1 að íþróttamenn/lið ÍF vinni til verðlauna á Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum
2.2 að íþróttamenn/lið ÍF keppi í úrslitum á Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum
2.3 að íþróttamenn/lið ÍF komist inn á Evrópu- Heimsmeistara- og Ólympíumótum
Skipan afreksflokka 2013 - 2020
Afreksstefna ÍF byggir á þrem flokkum sem hafa mismunandi skyldur, kröfur og réttindi eftir því hversu langt þeir eru komnir í átt að því að vera afreksíþróttamaður:
3.1 A-flokkur => afrekshópur (sbr. lið 2.1)
=> Til að vera í A-flokki þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera nr. 1 – 6 á styrkleikalistum IPC fyrir viðkomandi grein sem keppt er í til verðlauna
3.2 B-flokkur => íþróttamenn í færi við að komast í úrslit á stórmótum (sbr. lið 2.2)
=> Til að vera í B-flokki þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera nr. 7 –14 á styrkleikalistum IPC fyrir viðkomandi grein sem keppt er í til verðlauna
3.3 C-flokkur => íþróttamenn sem hafa keppnisrétt á stórmótum (sbr. Lið 2.3)
=> Til að vera í C-hópi þurfa íþróttamenn/íþróttalið að vera með lágmarks árangur eða vera innan við 2% frá lágmörkunum. Hjá sumum íþróttum eru ekki gefið út lágmörk og það er þá í höndum hverrar íþróttanefndar að setja fram viðmið sem eru sambærileg við lágmark hinna greinanna.
Almenna reglan er sú að ÍF sendir einungis keppendur í flokkum A, B og C til keppni og/eða æfinga erlendis, jafnframt að standa undir hluta eða alls kostnaðar sem af því hlýst. Það er svo á ábyrgð hverrar íþróttanefndar ÍF að skipuleggja starf sitt með tilliti til þess að eiga á hverjum tíma sem flesta einstaklinga í afrekshópum ÍF.
Afreksstefnu ÍF má finna á heimasíðu ÍF, www.ifsport.is, undir dálknum „Um ÍF“. Á næstunni verður þar einnig að finna, í viðaukum 1 – 5 nánari, útlistun afreksstefnunnar.
Mynd/ Lezek Nowakowski