Íþróttasamband fatlaðra og veitingastaðurinn SAFFRAN hafa gert með sér nýjan samstarfs- og styrktarsamning fyrir árið 2013. SAFFRAN bætist því í myndarlegan hóp öflugra bakhjarla sambandsins og ekki vanþörf á enda annasamt ár framundan þar sem gefur m.a. að líta tvö heimsmeistaramót, annað í sundi í Kanada og hitt í frjálsum í París. Auk samstarfsins við sambandið mun SAFFRAN styrkja myndarlega við bakið á Ólympíumótsförum ÍF 2012 þeim Jóni Margeiri Sverrissyni, Kolbrúnu Öldu Stefánsdóttur, Helga Sveinssyni og Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur.
Það voru þeir Jóhann Þórarinsson forstjóri Foodco hf. og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra sem undirrituðu nýja samninginn. Foodco hf. rekur m.a. SAFFRAN, American Style, Aktu taktu, Greifann og Pítuna. Við þetta tækifæri sagði Jóhann Þórarinsson að fyrirtækið fagnaði því að gerast einn af bakhjörlum sambands jafnframt því að styðja við bakið á nokkrum af bestu íþrótamönnum úr röðum fatlaðra. Saffran legði sig fram um að framleiða hollan og næringaríkan mat fyrir alla sem áhuga hafa á hollustu og heilbrigði. Fatlaðir afreksíþróttamenn væru glæsilegir fulltrúar sem SAFFRAN væri stolt af að vinna með. Við sama tækifæri sagði Sveinn Áki að sambandið fagnaði samstarfi við jafn öflugt fyrirtæki og SAFFRAN og þá ekki síst í ljósi þeirrar jákvæðu ímyndar sem fyrirtækið stendur fyrir.
SAFFRAN býður upp á heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan, framandi og ódýran mat og hafa m.a. stutt dyggilega við bakið á nokkrum af fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar en þar má t.d. nefna Ásdísi Hjálmsdóttur og Kára Stein Karlsson.
Mynd/ Frá vinstri: Oddur Smári Rafnsson framkvæmdastjóri SAFFRAN, Jón Margeir Sverrisson sundmaður og heims- og Ólypíumethafi í 200m skriðsundi þroskahamlaðra. Jóhann Þórarinsson forstjóri Foodco hf. og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF.
Það voru þeir Jóhann Þórarinsson forstjóri Foodco hf. og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra sem undirrituðu nýja samninginn. Foodco hf. rekur m.a. SAFFRAN, American Style, Aktu taktu, Greifann og Pítuna. Við þetta tækifæri sagði Jóhann Þórarinsson að fyrirtækið fagnaði því að gerast einn af bakhjörlum sambands jafnframt því að styðja við bakið á nokkrum af bestu íþrótamönnum úr röðum fatlaðra. Saffran legði sig fram um að framleiða hollan og næringaríkan mat fyrir alla sem áhuga hafa á hollustu og heilbrigði. Fatlaðir afreksíþróttamenn væru glæsilegir fulltrúar sem SAFFRAN væri stolt af að vinna með. Við sama tækifæri sagði Sveinn Áki að sambandið fagnaði samstarfi við jafn öflugt fyrirtæki og SAFFRAN og þá ekki síst í ljósi þeirrar jákvæðu ímyndar sem fyrirtækið stendur fyrir.
SAFFRAN býður upp á heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan, framandi og ódýran mat og hafa m.a. stutt dyggilega við bakið á nokkrum af fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar en þar má t.d. nefna Ásdísi Hjálmsdóttur og Kára Stein Karlsson.
Mynd/ Frá vinstri: Oddur Smári Rafnsson framkvæmdastjóri SAFFRAN, Jón Margeir Sverrisson sundmaður og heims- og Ólypíumethafi í 200m skriðsundi þroskahamlaðra. Jóhann Þórarinsson forstjóri Foodco hf. og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF.