Kristín hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu


Landsliðsþjálfari ÍF í sundi, Kristín Guðmundsdóttir, hefur hlotið heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Kristín ásamt níu öðrum einstaklingum tóku við viðurkenningum sínum að Bessastöðum á Nýársdag.

Kristín hlaut riddarakross fyrir sitt framlag til þjálfunar fatlaðra íþróttamanna en Kristín hefur verið landsliðsþjálfari í sundi hjá Íþróttasambandi fatlaðra um árabil.

Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra óskar Kristínu innilega til hamingju með riddarakrossinn.
 
Mynd/ Kristín var að vonum kát með heiðursmerkið frá forseta Íslands.