Jólastemmningin allsráðandi í Skautahöllinni


Jólasýning skautadeildar Aspar og Special Olympics á Íslandi fór fram í Skautahöllinni Laugardal, laugardaginn 15. desember. Börn og unglingar frá skautadeild Aspar sýndu atriði þar sem fram komu jólasveinar, Grýla og Leppalúði og fleiri góðir gestir.  Keppendur sem undirbúa sig fyrir þátttöku í alþjóðavetrarleikum Special Olympics í S Kóreu, þau Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Þordís Erlingsdóttir og Júlíus Pálsson voru sérlega glæsileg og atriði þeirra greinilega mjög vel æfð.  Áhorfendur skemmtu sér vel, jólastemming réði ríkjum og þetta var sérlega skemmtileg og áhugaverð sýning.

Paradans Þórdísar og Katrínar Guðrúnar
Lokaatriði hópsins