Íþróttasamband fatlaðra og Össur hf. hafa gert með sér nýjan samstarfs- og styrktarsamning sem gildir til og með Ólympíumóti fatlaðra 2016. Össur hf. er einn af helstu samstarfs- og styrktaraðilum sambandsins og nú, sem fyrr, horfa báðir aðilar björtum augum fram á veginn en undirbúningur fyrir þátttöku Íslands í Ríó er þegar hafinn í herbúðum ÍF.
Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF kvaðst afar ánægður með nýja samninginn. „Össur hf. hefur ávallt fylgt okkur vel að málum og við hjá ÍF fögnum þessum nýja samstarfs- og styrktarsamningi heils hugar. Verkefni ÍF eru æði mörg og kostnaðarsöm og Össur hefur fullan skilning á því hvað þurfi til að tefla fram íþróttafólki á heimsmælikvarða.“
Mynd/ Sigurborg Arnarsdóttir frá Össuri og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF við undirritun nýja samningsins.
Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF kvaðst afar ánægður með nýja samninginn. „Össur hf. hefur ávallt fylgt okkur vel að málum og við hjá ÍF fögnum þessum nýja samstarfs- og styrktarsamningi heils hugar. Verkefni ÍF eru æði mörg og kostnaðarsöm og Össur hefur fullan skilning á því hvað þurfi til að tefla fram íþróttafólki á heimsmælikvarða.“
Mynd/ Sigurborg Arnarsdóttir frá Össuri og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF við undirritun nýja samningsins.