Föstudaginn 2. nóvember næstkomandi verður boðið í sannkallaða tónlistarveislu. Magni Ásgeirsson, Böddi úr Dalton, Margrét Eir, Stefán Hilmarsson, Buff og fleiri koma fram undir styrkri stjórn Gunnars Helgasonar.
Þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara en herlegheitin munu eiga sér stað á Úrillu Górillunni við Gullinbrú í Grafarvogi. Húsið opnar kl. 19:00.
Verkefnið er til styrktar Special Olympics á Íslandi og þátttöku þriggja íslenskra keppenda á vetrarólympíuleikum Special Olympics í Suður-Kóreu í janúar 2013.
Þetta er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara en herlegheitin munu eiga sér stað á Úrillu Górillunni við Gullinbrú í Grafarvogi. Húsið opnar kl. 19:00.
Verkefnið er til styrktar Special Olympics á Íslandi og þátttöku þriggja íslenskra keppenda á vetrarólympíuleikum Special Olympics í Suður-Kóreu í janúar 2013.