Thelma Björg vann Erlingsbikarinn


Erlingsmótið í sundi fór fram laugardaginn 13. okt. s.l. Mótið er haldið í minningu um Erling Þ. Jóhannsson sundþjálfara hjá ÍFR. Alls tóku 70 keppendur þátt í mótinu frá sjö félögum.  Íslandsmet á mótinu settu:

Vignir Gunnar Hauksson SB5 ÍFR 100.m bringusund 2.26,73
Marinó Ingi Adolfsson S8 ÍFR 50.m Baksund 00:40,76
Marinó Ingi Adolfsson S8 ÍFR 100.m baksund 1:27,63
Íva Marin Adichem S11 ÍFR 50.m skriðsund 00:51,60
Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 50.m skriðsund 00:44,07
Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 50.m baksund 00:56,57
Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 200.m fjórsund 4.15,32.
Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 200.m skriðsund 3.16,33                                       
millitími 100.m skriðsund 1.33,86.

Keppnin um Erlingsbikarinn fer þannig fram að sá sundmaður sem á besta tímann er ræstur síðastur. Þannig eiga allir jafna möguleika á sigri hvort sem viðkomandi er fatlaður eða ófatlaður. Keppt er í 100m bringusundi.

Sex sundmönnum er boðið að keppa um Erlingsbikarinn. Þeir sem kepptu að þessu sinni voru Jakob Jóhann Sveinsson Ægi, Hafþór Jón Sigurðsson SH, Rannveig Rögn Leifsdóttir KR, Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR, Marinó Ingi Adolfsson ÍFR, Íva Marín Adrichem ÍFR Bára Bergmann Ösp og Jón Margeir Sverrisson Fjölni.

Eftir mjög harða keppni stóð Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR uppi sem sigurvegari.
Bætti hún tímann sinn um rúmar 13 sek.

Mynd/ ÍFR: Thelma Björg ásamt eiginkonu Erlings heitins, Hrafnhildi Hámundadóttur.