Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu eru árlegt samstarfsverkefni ÍF og KSÍ og fara fram að hausti innanhúss og að vori utanhúss. Laugardaginn 20. október fer keppni fram í Egilshöll í samstarfi við Fjölni, Grafarvogi. Eyjólfur Sverrisson U21 sér um upphitun sem hefst kl. 10:15.
Keppni hefst kl. 10:30 en keppt verður í 7 manna liðum á tveimur völlum.
Auk hefðbundinnar keppni verður sett upp sérstakur riðill í Unified football þar sem keppt er í blönduðu liði fatlaðra og ófatlaðra liðsmanna. Þátttakendur verða nemendur sérdeildar Fjölbrautarskólans í Breiðholti og nemendur almennra deilda skólans.
Keppni hefst kl. 10:30 en keppt verður í 7 manna liðum á tveimur völlum.
Auk hefðbundinnar keppni verður sett upp sérstakur riðill í Unified football þar sem keppt er í blönduðu liði fatlaðra og ófatlaðra liðsmanna. Þátttakendur verða nemendur sérdeildar Fjölbrautarskólans í Breiðholti og nemendur almennra deilda skólans.