Vetrarleikar Special Olympics fara fram í Suður-Kóreu í janúar á næsta ári. Af því tilefni er blásið til sannkallaðrar Bingó-veislu sem fram fer í Hólabrekkuskóla í Breiðholti þann 20. október næstkomandi. Bingóið hefst kl. 14:00 og eru allir að sjálfsögðu velkomnir.Vinningarnir eru ekki af verri endanum, flugmiðar til Evrópu, reiðtúrar og ævintýraferðir, gjafakörfur og allskyns dekur svo eitthvað sé nefnt og það fyrir litlar 1000 krónur á hvert bingóspjald.
Fulltrúar Íslands á vetrarleikunum verða þeu Katrín G. Tryggvadóttir, Júlíus Pálsson og Þórdís Erlingsdóttir.
Fjölmennum í Bingó til styrktar góðu verkefni!









