Kolbrún sló met Sigrúnar Huldar frá árinu 1993 á Fjarðarmótinu


Hjörtur Már og Ólympíufararnir Kolbrún Alda og Jón Margeir voru í feiknastuði á Fjarðarmótinu í sundi laugardaginn 22. september. En samanlagt settu þau 8 Íslandsmet, Hjörtur 5, Jón 2 og Kolbrún eitt, en með því sló hún met sem Sigrún Huld hefur haldið frá árinu 1993.  Almennt var sundfólkið að gera mjög gott mót og bæta tímana sína þrátt fyrir að ekki sé langt liðið á æfinga og keppnistímabilið, og því spennandi að fylgjast með hvort við sjáum ekki nýjar stjörnur rísa í vetur í kjölfar góðs gengis okkar fólks í London í sumar.

Það var líka sérlega skemmtilegt að sjá hversu margir voru mættir á áhorfendapallana til að fylgjast með og hvetja sundfólkið, sem ætla má að sé afleiðing mikillar jákvæðar umfjöllunar sem íþróttir fatlaðra hafa fengið undanfarið.
 
Eftirtaldir settu Íslandsmet á mótinu :

50. metra skriðsund:
Marinó Ingi Adolfsson S8 ÍFR 00:37.13

Íva Marín Adrichem S11 ÍFR 00:53.81 

Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 00:44.16


100.metra Skriðsund

Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 1.32.20

Jón Margeir Sverisson S14 Fjölnir 00:55.04


100.metra Flugsund

Jón Margeir Sverrisson S14 Fjölnir 1.03.88


50.metra Baksund

Marinó Ingi Adolfsson S8 ÍFR 00:44.75

Íva Marín Andrichem S11 ÍFR 00:55.79

Karen Axelsdóttir S2 Ösp 1:58.40


100.metra baksund

Marinó Ingi Adolfsson S8 ÍFR 1.29.38

Hjörtur Már Ingvarsson S5 ÍFR 1.49.53
Vaka Þórsdóttir S11 Fjörður 2.23.87


50.metra bringusund

Pálmi Guðlaugsson S7 Fjörður 00:54.54


200.metra Fjórsund

Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 4.03.64

Kolbrún Alda Stefánsdóttir S14 Fjörður 2.46.10 (Sló 19 ára gamalt met Sigrúnar Huldar)


200.metra Boðsund Skriðsund

Hjörtur Már Ingvarsson S5 Fjörður 00:44.16

Mynd/ Frá verðlaunaafhendingu á Fjarðarmótinu.