Forsetahjónin buðu Ólympíumótsförunum á Bessastaði


Í gær héldu forsetahjón Íslands boð að Bessastöðum til handa íslenska Ólympíumótshópnum sem gerði víðreist í London á Ólympíumóti fatlaðra. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur um árabil fylgst grannt með gangi mála hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hann og Dorrit Moussaieff forsetafrú voru viðstödd Ólympíumótið í London. Forsetahjónin heimsóttu þá íslensku sveitina í Ólympíumótsþorpið og fylgdust með Helga Sveinssyni keppa í 100m hlaupi og spjótkasti.
 
Við boðið að Bessastöðum voru einnig boðnir fyrrum gullverðlaunahafar Íslands á Ólympíumótum fatlaðra í einstaklingsgreinum allt frá árinu 1980 til dagsins í dag.

Íþróttasamband fatlaðra sendir forsetahjónunum þakkir fyrir gott boð.
 
Mynd/ Íslenski Ólympíumótshópurinn 2012 ásamt forsetahjónunum Ólafi og Dorrit.