Síðasti keppnisdagurinn runninn upp


Í dag er síðasti keppnisdagurinn á Ólympíumóti fatlaðra hjá íslenska hópnum en að þessu sinni er það frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson sem á sviðið. Helgi hefur daginn í 100m hlaupi í flokki T42 og skömmu eftir hlaupið tekur við keppni í spjótkasti í flokki F42. Helgi tók silfurverðlaun á EM fyrr í sumar í spjótkasti eftir harða keppni við Norðmanninn Runar Steinstad.

Fyrst í dag eru það 100 metrarnir og hefst keppnin kl. 09:15 að íslenskum tíma þar sem Helgi verður í öðrum undanriðli á braut sex.

Að loknum 100m hlaupinu keppir Helgi í spjótkasti og hefst sú keppni kl. 10:33 þar sem Helgi er ellefti í kaströðinni af jafnmörgum keppendum. Af ellefu keppendum í spjótinu er helgi með fimmta besta árangurinn en það er Íslandsmetið hans 46,52 metrar.

Mynd/ Helgi á risaskjánum á Ólympíumótsleikvanginum. Hann keppir í 100m hlaupi og spjótkasti í dag í flokki 42.