Dagskráin framundan hjá íslenska hópnum í London


Eins og gefur að skilja er íslenska Ólympíumótssveitin í sjöunda himni um þessar mundir eftir frækna frammistöðu Jóns Margeirs Sverrissonar í gær. Jón var í gær gullverðlaunahafi í 200m skriðsundi í flokki S14 en þar setti hann einnig heimsmet og Ólympíumótsmet! Risavaxinn áfangi í höfn en framundan er hörkukeppni þar sem frjálsíþróttakonan Matthildur Ylfa er næst á svið:

Næstu keppnisdagar

Sund


6. september: 10:37/18:21 Jón Margeir Sverrisson - 100bringa S14
6. september: 10:46/18:26 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 100bringa S14

Frjálsíþróttir

5. september: 11:00/21:00 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - 200m T37
7. september: 10:12/21:48 Helgi Sveinsson - 100m T42
7. september: 11:30 Helgi Sveinsson - Spjótkast F42

Mynd/ Jón Margeir Sverrisson ásamt föður sínum Sverri Gíslasyni en þeir kappar voru alsælir í gær þegar Jón hafði tryggt sér gullverðlaunin.