
Benedikt Jónsson sendiherra Íslands í Bretlandi og fyrrum formaður Körfuknattleiksdeildar KR var viðstaddur ásamt fleira starfsfólki í íslenska sendiráðinu. Íslenski hópurinn bauð svo gestum sínum í stutta heimsókn í Ólympíumótsþorpið. Næstu dagar verða þéttskipaðir æfingum hjá íslenska hópnum en þann 29. ágúst verður sjálf setningarhátíðin þar sem frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson verður fánaberi Íslands.
Myndbrot frá ,,Welcome" athöfninni.
Mynd/ Íslenski hópurinn og góðir gestir frá sendiráðinu í Ólympíumótsþorpinu í dag.