Bláa Lónið og ÍF í samstarf fram yfir Ólympíumótið í Ríó


Íþróttasamband fatlaðra og Bláa Lónið hf hafa gert með sér samstarfs- og styrktarsamning. Með samningnum er Bláa Lónið hf  orðið einn af helstu samstarfsaðilum Íþróttasambands fatlaðra.
 
Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Grímur Sæmundsen, forstjóri,  Bláa Lónsins undirrituðu samning þessa efnis fyrr í vikunni.
 
Sveinn Áki sagði við þetta tilefni að afar ánægjulegt væri að gangast á band með Bláa Lóninu því rétt eins og Íþróttasamband fatlaðra skaraði það fram úr í sinni grein. Grímur Sæmundsen sagði að samstarf Bláa Lónsins hf við Íþróttasamband fatlaðra væri afar ánægjulegt fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess. „Íþróttasamband fatlaðra vinnur ómetanlegt starf á sínu sviði og íþróttafólk þess hefur vakið athygli fyrir afburðaárangur. Þátttaka íþróttafólksins á Ólympíumóti fatlaðra er táknræn fyrir þetta mikla starf og góðan árangur,“ sagði Grímur.
 
Öflugir  samstarfsaðilar skipta miklu máli fyrir starfsemi sambandsins. Þátttaka íþróttafólks sambandsins í Ólympíumótinu er einn af hápunktum þess starfs sem sambandið vinnur. Sú þátttaka væri ekki möguleg nema með traustum samstarfsaðilum.
 
Mynd 1/ÍF: Sveinn Áki og Grímur við undirritun samningsins fyrr í vikunni.

Mynd 2/ Oddgeir Karlsson
: Íslensku Ólympíumótsfararnir létu líða úr sér í Bláa Lóninu á dögunum eftir langar og strangar æfingar undanfarið. Heimsóknin var vel þegin afslöppun fyrir Ólympíumótið sem sett verður þann 29. ágúst næstkomandi. Frá vinstri eru Helgi Sveinsson, Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir.