
Rétt eins og ÍBR og ÍTR styrktu Ólympíufarana styrkja þau Ólympíumótsfara Íslands, en áður hafði Jón Margeir Sverrisson hlotið sambærilegan styrk.
Það var Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sem afhenti þessum frábæru íþróttamönnum styrkinn í húsakynnum ÍBR í Laugardal í dag.
Matthildur Ylfa keppir fyrir ÍFR í frjálsum en Helgi keppir fyrir Ármann.
Mynd/ Matthildur og Helgi ásamt Evu Einarsdóttur formanni ÍTR og Frímanni Ara Ferdinandssyni framkvæmdastjóra ÍBR.