Styrkur til reykvíkskra Ólympíumótsfara


Reykjavíurborg (ÍTR) og Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) afhentu í dag myndarlegan styrk til frjálsíþróttafólksins Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur og Helga Sveinssonar. Styrkina hlutu þau fyrir komandi þátttöku sína í Ólympíumóti fatlaðra en íþróttamennirnir halda utan til London þann 25. ágúst næstkomandi.

Rétt eins og ÍBR og ÍTR styrktu Ólympíufarana styrkja þau Ólympíumótsfara Íslands, en áður hafði Jón Margeir Sverrisson hlotið sambærilegan styrk.
Það var Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sem afhenti þessum frábæru íþróttamönnum styrkinn í húsakynnum ÍBR í Laugardal í dag.

Matthildur Ylfa keppir fyrir ÍFR í frjálsum en Helgi keppir fyrir Ármann.

Mynd/ Matthildur og Helgi ásamt Evu Einarsdóttur formanni ÍTR og Frímanni Ara Ferdinandssyni framkvæmdastjóra ÍBR.