
Morgunæfingin fór jafnan fram í Stoke Mandeville Stadium en seinni parts æfingin í Aqua Vale í Aylsburry sem var mjög góð tilbreyting. Dagskipulagið í búðunum var frekar einfalt þessa vikuna, morgunæfing, morgunmatur, hvíld, hádegismatur, sundæfing, kvöldmatur og hvíld.
Á miðvikudeginum fékk liðið frí á seinni æfingunni og nánasta umhverfið var skoðað og nokkrum pundum eytt. Eftir æfingu á föstudag var gengið niður í miðbæ og borðað saman. Það var svo þreyttur en ánægður hópur sem kom heim og hlakkar til að koma aftur til Englands í lok ágúst.
Mynd/ Jón, Kolbrún og Aníta í Stoke Mandeville þar sem æfingabúðirnar fóru fram.