Keppnisdagskrá Íslands í London


Hér að neðan fer keppnisdagskrá íslenska hópsins á Ólympíumóti fatlaðra í London. Íslensku keppendurnir hefja leik þann 31. ágúst en það er Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir sem ríður á vaðið með keppni í langstökki kvenna í flokki F37. Keppnin í langstökkinu hefst kl. 10:15 að enskum tíma en allir tímar hér að neðan eru miðaðir við staðartíma í London.

Í dag þegar þetta er ritað eru nákvæmlega 42 dagar þangað til Ólympíumótið hefst. Íslenski hópurinn heldur utan þann 25. ágúst og er væntanlegur heim aftur þann 10. september. Fyrir frekari upplýsingar um Ólympíumót fatlaðra er gott að skoða www.london2012.com/paralympics 

Sund

31. ágúst: 11:09/19:37 Jón Margeir Sverrisson - 100bak S14
31. ágúst: 11:18/19:42 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 100bak S14
2. september: 09:50/17:45 Jón Margeir Sverrisson - 200skrið S14
2. september: 10:01/17:51 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 200skrið S14
6. september: 10:37/18:21 Jón Margeir Sverrisson - 100bringa S14
6. september: 10:46/18:26 Kolbrún Alda Stefánsdóttir - 100bringa S14

Frjálsíþróttir

31. ágúst: 10:15 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - langstökk F37
31. ágúst: 19:30 Helgi Sveinsson - langstökk F42
2. september: 10:36/20:24 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - 100m T37
5. september: 11:00/21:00 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir - 200m T37
7. september: 10:12/21:48 Helgi Sveinsson - 100m T42
7. september: 11:30 Helgi Sveinsson - Spjótkast F42

Mynd/ Matthildur Ylfa verður fyrst íslensku keppendanna til að láta að sér kveða í London.