
Um fjóra beina strauma er að ræða hjá IPC. Daglegar útsendingar frá sundi, hjólastólakörfuknattleik og frjálsíþróttum verða á boðstólunum og þá verður heimasíðan þeirra vel uppfærð af hátt í 30 fréttamönnum með samantektir og fréttir af því helsta frá hverjum degi.
Fyrir áhugasama er vert að kynna sér vefsíðuna Paralympic.org því á meðan Ólympíumótinu stendur verður hún yfirfull af fréttum, viðtölum og myndböndum frá mótinu.