Matthildur komst ekki í úrslit í 100m hlaupi


Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir hefur lokið keppni á EM fatlaðra í Hollandi en áðan keppti hún í undanrásum í 100m hlaupi sem var hennar síðasta grein á mótinu. Matthildur kom í mark á tímanum 15,89 sek. Besti tími Matthildar og Íslandsmet hennar frá 9. júní síðastliðnum er 15,73 sek. en sá tími hefði heldur ekki dugað til að komast inn í úrslitin að þessu sinni.

Matthildur kveður því sitt fyrsta Evrópumeistaramót með bronsverðlaun í fararteskinu sem hún fékk í langstökki sem og drjúga reynslu í keppnisbankann.

Mynd/ Jón Björn: Það hellirigndi í Stadskanaal þegar Matthildur Ylfa keppti í 100m hlaupi í flokki T37 í morgun.