Ingeborg fimmta í kringlunni


Ingeborg Eide Garðarsdóttir, FH, hafnaði áðan í fimmta sæti í kringlukasti á EM fatlaðra í frjálsum sem nú fer fram í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti sig mikið í greininni, kastaði lengst 16,31 metra.

Fyrsta kast Ingeborgar var 13,59m, annað kastið ógilt, þriðja kastið reyndist 15,31m, fjórða kastið og jafnframt hennar lengsta í dag var 16,31m.

Helgi Sveinsson mætti í keppnina í 200m hlaupi en ákvað að hafa hægt um sig með tilliti til langstökkskeppninnar á morgun í flokki F42. Helgi kom í mark á tímanum 38,96 sek. sem er auðvitað víðsfjarri hans besta tíma.

Mynd/ Jón Björn: Ingeborg Eide kastaði kringlunni lengst 16,31m. í dag.