Helgi Sveinsson var rétt í þessu að vinna til silfurverðlauna á EM fatlaðra í frjálsíþróttum þegar hann kastaði spjótinu 46,52 metra í flokki F42. Fyrr í mánuðinum kastaði Helgi 35,48 metra á Íslandsmóti ÍF svo um risavaxna bætingu er að ræða.
Norðmaðurinn Runar Steinstad tók gullið er hann kastaði 47,94 metra í sjötta og síðasta kastinu sínu en kappinn hefur verið lengi að í greininni, hokinn af reynslu fæddur 1967.
Mynd/ Jón Björn: Helgi Sveinsson silfurverðlaunahafi í Stadskanaal nú í morgun.
Norðmaðurinn Runar Steinstad tók gullið er hann kastaði 47,94 metra í sjötta og síðasta kastinu sínu en kappinn hefur verið lengi að í greininni, hokinn af reynslu fæddur 1967.
Mynd/ Jón Björn: Helgi Sveinsson silfurverðlaunahafi í Stadskanaal nú í morgun.