Helgi opnar daginn í spjótkasti


Í dag fer fram fjórði keppnisdagur á EM fatlaðra í frjálsum í Hollandi og er það Helgi Sveinsson sem opnar daginn þegar hann keppir í spjótkasti í flokki F42 kl. 10:15 að íslenskum tíma.

Í mörg horn verður að líta en kl. 11:20 mætir Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir í undanrásir í 100m hlaupi kvenna, T37. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í kringlukasti í flokki F37 kl. 13:25 og kl. 14:00 verður Helgi Sveinsson aftur á ferðinni þegar hann keppir í 200m hlaupi í T42.

Mynd/ Helgi við keppnisvöllinn á EM í Stadskanaal ásamt þeim Kára Jónssyni og Ástu Katrínu Helgadóttur, landsliðsþjálfurum ÍF.