Matthildur stórbætti tímann sinn en missti naumlega af úrslitum


Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir stórbætti tímann sinn í 200m hlaupi F37 á EM í Stadskanaal í dag þegar hún kom í mark á tímanum 32,51 sek. Tíminn hefði verið nýtt Íslandsmet en vindur var of mikill eða +2,4 m/s og því fæst metið ekki gilt. Íslandsmet Matthildar frá Túnis fyrr á þessu ári stendur því óhaggað en þar hljóp hún á tímanum 33,76 sek.

Matthildur hafnaði í 8. sæti eftir undanrásir en aðeins sex fremstu hlaupararnir komast inn í úrslitin.

Matthildur hefur ekki lokið sér af í dag því kl. 14:55 að íslenskum tíma keppir hún í langstökki en Íslandsmet hennar í þeirri grein er 4,28m.

Mynd: Jón Björn/ Matthildur kemur í mark í 200m hlaupi á EM í Hollandi.