Fyrstu verðlaun Íslands í hús - Matthildur þriðja í langstökki


Ísland hefur unnið til sinna fyrstu verðlauna á EM fatlaðra í frjálsum sem nú fer fram í Stadskanaal í Hollandi. Það var Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir sem hafnaði í 3. sæti í langstökki kvenna í flokki F37 er hún stökk lengst 3,88m.

Íslandsmet Matthildar í greininni er 4,28m en sigurvegarinn í dag og Evrópumethafinn, Marta Langner frá Póllandi, stökk 4,27m sem tryggði henni sigurinn í keppninni. Annað sætið og silfurverðlaunin voru ekki langt undan en silfrið fór til Þjóðverja að þessu sinni þar sem Maike Hausberger stökk 3,90m.

Til hamingju með bronsið Matthildur.

Mynd/ Jón Björn: Matthildur Ylfa í langstökkskeppni kvenna á EM í dag.