Þá er þriðja keppnisdegi á EM fatlaðra í frjálsum lokið í Stadskanaal í Hollandi og í sarpinn söfnuðust tvö ný Íslandsmet og bronsverðlaun. Hulda Sigurjónsdóttir bætti fyrst Íslandsmetið í kúluvarpi F20 kvenna er hún varpaði kúlunni 9,03m og bætti svo um betur skömmu síðar og varpaði kúlunni 9,04m.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir var næst í röðinni með bronsverðlaun í langstökki er hún stökk 3,88m en gildandi Íslandsmet hennar er 4,28m.
Myndasafn frá degi 3 á EM
Svipmyndir frá deginum á Youtube
Mynd/ Jón Björn: Matthildur Ylfa með bronsverðlaunin fyrir árangur sinn í langstökkinu í dag.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir var næst í röðinni með bronsverðlaun í langstökki er hún stökk 3,88m en gildandi Íslandsmet hennar er 4,28m.
Myndasafn frá degi 3 á EM
Svipmyndir frá deginum á Youtube
Mynd/ Jón Björn: Matthildur Ylfa með bronsverðlaunin fyrir árangur sinn í langstökkinu í dag.