Baldur og Ingeborg keppa í dag


Í dag eru það Baldur Ævar Baldursson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem verða í sviðsljósinu á EM fatlaðra í Stadskanaal. Kl. 09:30 að íslenskum tíma keppir Baldur í kúluvarpi og er það hans síðasta grein á mótinu og kl. 10:00 keppir Ingeborg Eide í spjótkasti en það er hennar næstsíðasta grein á mótinu.

Á mótinu gengur á með skúrum og léttri golu en það slær ekki á kapp íþróttamannanna og hér í morgun hafa bæði Evrópu- og heimsmet verið að falla.

Mynd/ Baldur Ævar Baldursson gerir sig kláran í kúluvarpskeppnina í flokki F37.