Opnunarhátíð EM lokið í Hollandi - mótið hefst í dag!


Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsíþróttum hefst í Hollandi í dag en setningarathöfn mótsins fór fram í gærkvöldi. Ísland á sex keppendur á mótinu og aldrei áður í sögu ÍF hefur jafn fjölmennur hópur farið á Evrópumeistaramót í greininni.

Á EM eru samankomnir alls 520 íþróttamenn frá 38 löndum en 33 þessara íþróttamanna eru núverandi heimsmethafar í sínum greinum svo íslensku keppendanna bíður ærinn starfi.

Það er Ólafsfirðingurinn Baldur Ævar Baldursson sem ríður á vaðið í dag þegar hann keppir í langstökki kl. 11:00 að íslenskum tíma. Þau Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Helgi Sveinsson keppa einnig í dag en hér má sjá dagskrá íslenska hópsins í Hollandi.

Mynd/ Baldur Ævar er fyrstur Íslendinga á svið í Stadskanaal í Hollandi.