Þá er fyrsta keppnisdegi lokið á EM fatlaðra í Hollandi. Besta árangri dagsins náði Helgi Sveinsson í 100m hlaupi í flokki T42 þegar hann kom í mark á tímanum 14,41 sek. Þessi tími skilaði Helga í fjórða sæti en aðstæður hefðu mátt vera betri, vindur 2,3 m/s og rigning og sökum vinds fæst Íslandsmetið ekki staðfest en þetta er besti tími Helga í 100m hlaupi.
Baldur Ævar Baldursson varð fimmti í langstökki karla í flokki F37 fyrr í dag. Baldur stökk lengst 5,06m sem er hans næstlengsta stökk í ár. Hann keppir í kúluvarpi á morgun. Þá hafnaði Ingeborg Eide Garðarsdóttir í sjötta sæti í flokki F37 kvenna í kúluvarpi. Ingeborg varpaði kúlunni í 6,35m og keppir í spjótkasti á morgun.
Mynd/ Helgi Sveinsson keppir einnig í langstökki í Hollandi en varð í dag að láta sér fjórða sætið lynda í 100m hlaupi.
Baldur Ævar Baldursson varð fimmti í langstökki karla í flokki F37 fyrr í dag. Baldur stökk lengst 5,06m sem er hans næstlengsta stökk í ár. Hann keppir í kúluvarpi á morgun. Þá hafnaði Ingeborg Eide Garðarsdóttir í sjötta sæti í flokki F37 kvenna í kúluvarpi. Ingeborg varpaði kúlunni í 6,35m og keppir í spjótkasti á morgun.
Mynd/ Helgi Sveinsson keppir einnig í langstökki í Hollandi en varð í dag að láta sér fjórða sætið lynda í 100m hlaupi.