Ólympíumót fatlaðra 2012


Íslandi hefur nú verið úthlutað "kvóta" vegna Ólympíumótsins í London 2012 en mótið verður sett með tilheyrandi glæsibrag þann 29. ágúst nk.

IPC - Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra gaf löndum frest til 20. maí til að ná "kvóta" í hverri grein. Miðað við fjölda þeirra einstaklinga sem náð höfðu tilskyldum lágmörkum á mótið var Íslandi úthlutað "kvóta" eða sætum fyrir tvo sundmenn, karl og konu og tvo frjálsíþróttamenn, karl og konu.

Ljóst er að fleiri íþróttamenn hafa náð tilskyldum lágmörkum en "kvóti" Íslands leyfir og því blasir við sú bitra staðreynd að velja þarf á milli einstaklinga sem náð hafa lágmörkum.


Þær viðmiðunarreglur sem Ólympíuráð ÍF hefur sett sér varðandi val þetta er:

    . staða íþróttamanna á heimslista viðkomandi íþróttagreinar
    . fjöldi A og B lágmarka sem viðkomandi íþróttamaður hefur náð
    . hvaða einstaklingar áunnu Íslandi "kvóta"

Endanlegt val keppenda vegna Ólympíumótsins verður kynnt í byrjun júlímánaðar en mótið fer fram dagana 29. ágúst-9. september næstkomandi.