Félagar í Lionsklúbbnum Eir komu færandi hendi á dögunum en klúbburinn veitti þá ÍF myndarlegan fjárstyrk í tilefni af stóru og annasömu ári. Íþróttasamband fatlaðra sendir Lionsklúbbnum sínar bestu þakkir fyrir styrkinn en það er ómetanlegt þegar Lionsklúbbar og aðrir leggja íþróttastarfi fatlaðra lið.Í ár er Ólympíumótsár en Ísland mun senda fulltrúa á Ólympíumót fatlaðra í London og þá hafa önnur stór verkefni verið á dagskrá sem fyrri ár svo fatlaðir íslenskir íþróttamenn sitja ekki auðum höndum.
Þess má einnig til gamans geta að fyrrum varaformaður ÍF, Camilla Th. Hallgrímsson, er meðlimur í Lionsklúbbnum Eir.
Okkar bestu þakkir fyrir.
Mynd/ Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF lengst til vinstri og Jóhann Arnarson gjaldkeri ÍF ásamt fulltrúum úr Lionsklúbbnum EIr.









