Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu verða haldnir á knattspyrnusvæði Víkings, fimmtudaginn 17. maí kl. 10.00 - 13.00. Íslandsleikarnir eru haldnir í samvinnu Special Olympics á Íslandi, KSÍ og knattspyrnufélagsins Víkings. Leikarnir eru í tengslum við Evrópuvika UEFA og Special Olympics en aðildarlönd Special Olympics í Evrópu taka þátt í Evrópuvikunni ár hvert.
Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusamband Íslands hafa unnið að undirbúningi verkefnis sem felur í sér æfingar keppni blandaðra liða, fatlaðra og ófatlaðra. Ísland hefur unnið að verkefninu; ,,Unified football project" í vetur þar sem markhópur var konur 12 ára og eldri. Verkefnið er unnið í samstarfi við Knattspyrnufélagið Víking og íþróttafélagið Ösp en unnið verður áfram að útfærslu þess fyrir fleiri markhópa næstu ár.
Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusamband Íslands hafa unnið að undirbúningi verkefnis sem felur í sér æfingar keppni blandaðra liða, fatlaðra og ófatlaðra. Ísland hefur unnið að verkefninu; ,,Unified football project" í vetur þar sem markhópur var konur 12 ára og eldri. Verkefnið er unnið í samstarfi við Knattspyrnufélagið Víking og íþróttafélagið Ösp en unnið verður áfram að útfærslu þess fyrir fleiri markhópa næstu ár.