Helgi Sveinsson setti í dag nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m. spretthlaupi á frjálsíþróttamóti sem nú fer fram á Ítalíu. Helgi keppir í flokki T42 á koltrefjafæti frá Össuri. Helgi stórbætti árangur sinn í dag en í Túnis fyrr á þessu ári hljóp hann 100 metrana á 15,30 sek. en nýji tíminn sem kom í hús í morgun var 14,82 sek.
Glæsilegur árangur hjá Helga sem hefur ótrauður sett stefnuna á Ólympíumót fatlaðra síðar á þessu ári. Þau mál skýrast betur síðar í þessum mánuði en árangur Helga í 100m. hlaupinu í dag er tólfti besti árangurinn í flokki T42 síðustu tvö ár.
Mynd/ Helgi t.v. og Baldur Ævar Baldursson langstökkvari t.h. Mynd frá æfingu Helga og Baldurs á Ítalíu í gær þar sem Helgi fullyrti að hann myndi éta skóinn sinn ef hann bætti sig ekki. Til allrar lukku hafðist markmiðið enda hlaupaskór einstaklega tormeltir.
Glæsilegur árangur hjá Helga sem hefur ótrauður sett stefnuna á Ólympíumót fatlaðra síðar á þessu ári. Þau mál skýrast betur síðar í þessum mánuði en árangur Helga í 100m. hlaupinu í dag er tólfti besti árangurinn í flokki T42 síðustu tvö ár.
Mynd/ Helgi t.v. og Baldur Ævar Baldursson langstökkvari t.h. Mynd frá æfingu Helga og Baldurs á Ítalíu í gær þar sem Helgi fullyrti að hann myndi éta skóinn sinn ef hann bætti sig ekki. Til allrar lukku hafðist markmiðið enda hlaupaskór einstaklega tormeltir.