Baldur og Helgi mættir til Ítalíu


Frjálsíþróttamennirnir Baldur Ævar Baldursson og Helgi Sveinsson eru nú mættir til Ítalíu þar sem þeir munu taka þátt opnu ítölsku frjálsíþróttamóti. Báðir hafa þeir Helgi og Baldur náð lágmörkum fyrir EM sem fram fer síðar í sumar. Kapparnir stefna einnig ótrauðir á Ólympíumót fatlaðra í London en með þeim í för er Kári Jónsson, landsliðsþjálfari ÍF í frjálsíþróttum.

Á Ítalíu mun Helgi keppa í 100m. hlaupi, 200m. hlaupi og í langstökki. Baldur Ævar mun keppa í langstökki og kúluvarpi.

Mynd/ Helgi Sveinsson í langstökki í Túnis fyrr á árinu.