Norðurlandamótið hefst á föstudag


Norðurlandamót fatlaðra í boccia hefst í Laugardalshöll á föstudag og mun keppnin standa fram á sunnudag. Alls verða 79 keppendur á mótinu og þar af 22 Íslendingar. 11 keppendur koma frá Danmörku, 16 Finnar, 3 Færeyingar og 15 Norðmenn.
Dagskrá mótsins:
Dagskrá / Program
 
Föstudagur
Kl. 18:00 – 19:00 Kvöldmatur
Kl. 19:00 – 21:00 Flokkun
Kl. 19:00 – 21:00 Boltaskoðun
Kl. 20:00 – 22:00 Fararstjórafundur
Kl. 20:00 – 21:30 Æfingartími Laugardalshöll
 
Laugardagur
Kl. 09:45 Setning
Kl. 10:30 Keppni hefst
Kl. 12:00 – 13:50 Matur
Kl. 18:00 – 19:30 Kvöldmatur
Verðlaunafhending fer fram um leið og keppni lýkur í hverjum flokki

Sunnudagur
Kl. 09:30 Keppni hefst
Kl. 11:30 – 13:00 Matur
Kl. 16:00 Keppni lokið