Íslandsmót ÍF í frjálsum utahnúss laugardaginn 9. júní


Laugardaginn 9. júní næstkomandi fer Íslandsmót ÍF í frjálsum fram á Laugardalsvelli í Reykjavík. Keppt verður í 100m, 200m og 400m hlaupi, kúluvarpi, langstökki og spjótkasti ef næg þátttaka fæst.
 
Keppni hefst kl. 11:30, upphitun kl. 11:00. Skráningarblöð verða send síðar.
Boðið verður upp á þríþraut fyrir 12 ára og yngri (60m. hlaup, langstökk og kúla).