
Jákvæð ímynd Lyfju hf. fellur vel að ímynd Íþróttasambands fatlaðra en báðir aðilar stuðla að betri heilsu fólks. Lyfja hf. mun með samningi þessum renna styrkari stoðum undir starfssemi Íþróttasambands fatlaðra, þjóðfélaginu og fötluðu íþróttafólki til hagsbóta.
Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Þorgerður Þráinsdóttir forstöðumaður verlslana- og markaðssviðs Lyfju undirrituðu samninginn á dögunum og sagði Sveinn Áki við tilefnið að afar mikilvægt væri að eiga jafn góða bakhjarla og Lyfju og þá sérstaklega á Ólympíuári.