
Nánari upplýsingar varðandi mótshaldið verða sendar út fljótlega í mars og þá ættu að liggja fyrir nánari tímasetningar o.fl. þ.h.
Það eina sem er öruggt núna er það, að Hængsmenn vilja gefa fólki kost á að geta komist til Akureyrar á laugardeginum, þess vegna er setningin fyrirhuguð seinnipartinn - og svo hitt að LOKAHÓFIÐ verður þá á mánudagskvöldinu, en það vill svo vel til að daginn eftir er frídagur þ.e. 1. maí.
Við vonum að sem allra flestir sjái sér fært að heimsækja okkur þessa daga og njóta þess að taka þátt í skemmtilegri keppni með vinum og félögum, sem og glæsilegum viðburðum. Við hlökkum til að sjá ykkur.
Með góðum kveðjum frá Akureyri,
Lionsklúbburinn Hængur