Matthildur setti tvö Íslandsmet um helgina


ÍM 15-22 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina þar sem fatlaðir keppendur tóku þátt. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir fór á kostum á mótinu og setti tvö ný og glæsilegt Íslandsmet í flokki 37.

Matthildur sem keppir fyrir ÍFR í 15 ára flokki bætti árangur sinn í 60m. hlaupi á tímanum 10,27 sek. sem er nýtt Íslandsmet í greininni og þá stökk hún 4,03m. í langstökki sem einnig er Íslandsmet. Matthildur hljóp svo á 35,05 sek. í 200m. hlaupi sem var nálægt hennar besta árangri.

Ingeborg Eide Garðarsdóttir, FH, keppti einnig á mótinu en hún er líka í flokki 37 eins og Matthildur. Ingeborg keppti í flokki 16-17 ára og bætti sinn persónulega árangur í 60m. hlaupi á 10,51 sek. Hún bætti sig einnig í kúluvarpi er hún kastið kúlunni 6,30m. Þá stökk Ingeborg 3,20m. í langstökki sem er nokkuð frá hennar besta árangri.

Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum var ánægður með árangur helgarinnar og sagði að árangur stúlknanna lofaði góðu fyrir framhaldið.

Mynd/ Ingeborg t.v. og Matthildur t.h. en þær tóku vel á því á MÍ 15-22 í Frjálsíþróttahöllinni um helgina.