Ávarp formanns ÍSÍ: ÍSÍ 100 ára


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur nú á merkum tímamótum.  Fagnar aldarafmæli.  Að baki er merkileg saga frá því að samtökin voru stofnuð á umbrotatímum í íslensku samfélagi á öndverðri 20. öldinni – nokkrum árum áður en Ísland varð fullvalda ríki.  Í eitthundrað ár hefur íþróttahreyfingin verið samferða þjóðinni og þjóðin samferða íþróttahreyfingunni.  Segja má að starfsemi íþróttahreyfingarinnar hafi verið margháttaður spegill á félagslega þróun samfélagsins.  Í tímans rás hefur þessi þróun endurspeglað byltingu í lífsháttum, skapað lífstíl og viðfangsefni sem í dag teljast til órjúfanlegs hluta okkar menningar og samfélags.  Íþróttahreyfingin hefur í raun lagt umtalsverðan skerf til sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisvitundar þjóðarinnar.

Lesa ávarpið í heild sinni á heimasíðu ÍSÍ