Íslenski hesturinn og fólk með fötlun


Íþróttasamband fatlaðra og Hestamannafélagið Hörður, Mosfellsbæ, standa fyrir ráðstefnu um hestamennsku fyrir fólk með fötlun laugardaginn 11.febrúar 2012 kl. 10.00 – 16.00.

Íslenski hesturinn hefur reynst vel við þjálfun og endurhæfingu fólks með fötlun. Hestaíþróttir eru keppnisgrein á ólympíumótum fatlaðra og á alþjóðaleikum Special Olympics og á Íslandi er verið að þróa keppnisform fyrir fólk með fötlun.

Markhópur ráðstefnu eru þeir  sem unnið hafa að þessum málum og aðrir sem áhuga hafa

10.00 – 12.00  Félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar, Mosfellsbæ

10.00 – 10.15      Kynning á verkefnum starfshóps um þessi mál og  dagskrá námskeiðs 
Anna K Vilhjálmsdóttir, frkvstj. Fræðslu og útbreiðslusviðs ÍF

10.15. – 10.35.    Kynning á sjúkraþjálfun á hestbaki   
  Guðbjörg Eggertsdóttir og Þorbjörg Guðlaugsdóttir, sjúkraþjálfarar Æfingastöðvar SLF    

10.35. -  11.00.    Kynning á starfi fyrir fatlaða innan Hestamannafélagsins Harðar   
Auður Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar fatlaðra
Kynning á leiðtoganámskeiðum 
Þórhildur Þórhallsdóttir, Hestamennt

11.00 – 11.20.      Kynning á knapamerkjakerfi.                                             
Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari
 
11.20. –11.40.     Kynning á hlutverki hestsins & félagslegur þáttur             
Ásta Pétursdóttir, geðhjúkrunarfræðingur

11.40. – 12.00.    Spurningar og umræður
12.00 – 13.00       Hádegisverður

13.00 – 15.000     Reiðhöll Hestamannafélagsins Harðar 

Sjúkraþjálfun á hestbaki: Stutt kynning
Kynning á keppnisfyrirkomulagi  Helstu atriði kynnt
 
15.00  – 16.00
       Lok námskeiðs og samantekt

Þátttökugjald er kr. 3.000. -   Innifalið er hádegisverður og kaffi.

Vinsamlega staðfestið skráningu fyrir þriðjudag 7 febrúar 2012 í netfang;
annak@isisport.is   Íþróttasamband fatlaðra
audurs@gmail.com Hestamannafélagið Hörður