RIG lokið – átta Íslandsmet á síðasta keppnisdegi


Sundhluta fatlaðra á Reykjavík International Games er lokið og alls 21 Íslandsmet sem leit dagsins ljós þessa helgina en rétt í þessu var þriðja og síðasta keppnishluta mótsins að ljúka. Átta Íslandsmet féllu í dag þar sem Hjörtur Már Ingvarsson átti þrjú þeirra.

Íslandsmet á þriðja og síðasta mótshluta RIG:

Hjörtur M. Ingvarsson, Fjörður, S5, 100m. skriðsund – 1:34,72mín.
Hjörtur M. Ingvarsson, Fjörður, S5, 50m. skriðsund – 44,78 mín.
Hjörtur M. Ingvarsson, Fjörður, S5, 100m. baksund – 1:39,22 mín.
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, S14, 100m. skriðsund – 56,89 sek.
Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir, S14, 50m. bringusund – 34,38 mín.
Vaka Þórsdóttir, Fjörður, S11, 100m. skriðsund – 2:38,82 mín.
Íva Marín Adrichem, ÍFR, S11, 50m. bringusund – 1:01,84 mín.
Pálmi Guðlaugsson, Fjörður, S7, 100m. bringusund – 1:39,22 mín.

Mynd/ Sverrir Gíslason: Íslandsmethafar með gulu bolina sína sem vitnisburð um árangur helgarinnar.