Í dag fór fram fyrsti keppnisdagurinn á RIG, sundhluta fatlaðra þar sem þrjú Íslandsmet litu dagsins ljós. Pálmi Guðlaugsson reið fyrstur á vaðið með nýtt Íslandsmet í flokki S7 þegar hann kom í bakkann á 1:29,18 mín. í 100m. flugsundi.
Annað Íslandsmetið í dag kom í flokki S5 þar sem Hjörtur M. Ingvarsson kom í bakkann á 4:17,91mín. í 200m. fjórsundi. Þriðja og síðasta metið setti Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 400m. skriðsundi, S14, á tímanum 5:14,20 mín.
Á morgun, laugardag, hefst upphitun kl. 12:00 í Laugardalslaug og keppni kl. 12:45 en hægt verður að fylgjast með gangi mála í beinni netútsendingu á www.sporttv.is
Mynd/ Sverrir Gíslason: Pálmi á fleygiferð í flugsundinu í dag.