Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga 2012


Sunnudaginn 8. janúar 2012 fer fram Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga í innilauginni í Laugardal. Upphitun hefst kl. 14:00 og keppnin kl. 15:00. Þátttökurétt á mótinu hafa þeir sem eru 17 ára á árinu eða yngri.
 
Skráningargögn hafa þegar verið sendi til aðildarfélaga ÍF en sé nánari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við skrifstofu í síma 514 4080 eða á if@isisport.is
 
Keppnisgreinar mótsins (25m. laug):
 
1. grein 50 m baksund kk                            
2. grein 50 m baksund kvk
3. grein 50 m bringusund kk                      
4. grein  50 m bringusund kvk
5. grein  25 m frjáls aðferð kk                    
6. grein  25 m frjáls aðferð kvk
7. grein  50 m frjáls aðferð kk                    
8. grein  50 m frjáls aðferð kvk
9. grein  50 m flugsund kk                          
10. gein  50 m flugsund kvk

Mynd/ Kolbrún Alda Stefánsdóttir vann besta afrekið á Nýárssundmótinu 2011 og hlaut fyrir vikið Sjómannabikarinn eftirsótta.