Kolbrún Alda og Jón Margeir íþróttafólk ÍF 2011


Íþróttafólk fatlaðra 2011, Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir

Íþróttasamband fatlaðra hefur útnefnt þau Jón Margeir Sverrisson Ösp/Fjölni og Kolbrúnu Öldu Stefánsdóttur Firði/SH íþróttafólk ársins 2011. Jón og Kolbrún synda bæði í flokki S14, flokki þroskahamlaðra. Þetta er annað árið í röð sem Jón Margeir hlýtur nafnbótina íþróttamaður ársins en í fyrsta sinn sem Kolbrún hlýtur titilinn.

Bæði Jón og Kolbrún eiga glæsilegt ár að baki í sundlauginni, Jón með fjögur heimsmet og 41 Íslandsmet og Kolbrún með 10 Íslandsmet. Framundan hjá þessu öfluga íþróttafólki er undirbúningur og keppni þar sem allir líta nú til Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í London á næsta ári.