Íslandsmót ÍF í 25m. laug er hafið í innilauginni í Laugardal og var það Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF sem bauð tæplega 80 keppendur velkomna á mótið frá 10 aðildarfélögum.
Keppt verður til c.a. 18 í dag og svo hefst keppni aftur á morgun, seinni mótsdegi, kl. 10.00.
Hér má sjá stutt myndband frá 50m. skriðsundi í morgun en við kíktum aðeins ofan í laugina og fengum sjónarhorn sundmannsins á mótið.
Mynd/ Vilhelm Hafþórsson frá Sundfélaginu Óðni á Akureyri átti magnaða rimmu við Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni í 50m. skriðsundi á upphafmínútum mótsins.