ÍF fundaði með styrktar- og samstarfsaðilum


Þann 2. nóvember síðastliðinn bauð Íþróttasamband fatlaðra í samvinnu við Radisson Blu Saga Hotel samstarfsaðilum sínum til hádegisverðarfundar þar sem ,,Leiðin til London“ – þátttaka Íslands í Ólympíumóti fatlaðra var kynnt.

Ian Whitting sendiherra Breta á Íslandi var viðstaddur fundinn en hann hefur verið sérlega áhugasamur um undirbúning Íslands fyrir leikana á næsta ári. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF fóru yfir málin með fundargestum og þá tóku landsliðsþjálfararnir einnig til máls en það voru þau Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum og þau Ingi Þór Einarsson og Kristín Guðmundsdóttir landsliðsþjálfarar ÍF í sundi.

Mynd/ Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF ásamt Valgerði Ómarsdóttur sölu og markaðsstjóra Radisson Blu Saga Hotel.