Norðurlandamót fatlaðra í sundi fór fram í Finnlandi um helgina þar sem Ísland telfdi fram vöskum hópi sundmanna. Alls 13 íslenskir sundmenn létu til sín taka á mótinu og fimm ný Íslandsmet litu dagsins ljós.
Á laugardeginum setti Guðmundur Hermannsson nýtt Íslandsmet í 50m. baksundi í flokki S9 á tímanum 41,91 sek. Ragney Líf Stefánsdóttir setti Íslandsmet í 50m. baksundi í flokki S10 á 41,13 sek. Thelma Björg Björnsdóttir synti einnig á nýju Íslandsmeti í 100m. skriðsundi í flokki S6 á tímanum 1.37,40mín. og fjórða Íslandsmetið á laugardeginum átti Eyþór Þrastarson í flokki S11 á tímanum 38,56 sek. í 50m. baksundi.
Á mótinu kepptu allir fötlunarflokkar saman og verðlaun voru gefin miðað við stig hvers sundmanns, þ.e. heildarstigafjölda á tíma hvers sundmanns miðað við gildandi heimsmet í flokknum.
Verðlaunahafar laugardagsins:
Vilhelm Hafþórsson gull í 200 skrið, silfur í 100 skrið, brons í 100 flug.
Antíta Hrafnsdóttir silfur í 200 skrið.
Guðmundur Hermannsson silfur í 400 skrið.
Eitt Íslandsmet féll á sunnudeginum en það setti Thelma Björg Björnsdóttir og því var hún með tvö ný Íslandsmet í flokki S6 um helgina. Metið á sunnudag setti Thelma í 50m. skriðsundi á tímanum 44,67 sekl. Þá fékk íslenski hópurinn tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og þrjú bronsverðlaun í gær.
Íslenski hópurinn á NM 2011:
Eyþór Þrastarson
Bjarnar Þór Jónsson
Bjarndís Sara Breiðfjörð
Guðmundur H. Hermannsson
Hjörtur Már Ingvarsson
Ragnar Ingi Magnússon
Ragney Líf Stefánsdóttir
Sonja Sigurðardóttir
Vilhelm Hafþórsson
Thelma Björg Björnsdóttir
Aníta Ósk Hrafnsdóttir
Anna Kristín Jensdóttir
Pálmi Guðlaugsson
Úrslit mótsins má nálgast hér
Til hamingju með árangurinn!Mynd/ Guðmundur Hermannsson á Erlingsmótinu fyrr í þessum mánuði