Dagana 7. og 8. október fór keppnin ,,Sterkasti fatlaði maður heims“ fram. Keppt var við Fjörukrána í Hafnarfirði og inni í íþróttahúsi ÍFR að Hátúni í Reykjavík. Hörður Árnason varð hlutskarpastur í standandi flokki og Ulf Erikson í sitjandi flokki og eru kapparnir því sterkustu fötluðu menn heims.
Myndarlega var sem fyrr staðið að mótinu, á föstudeginum fengu keppendur brakandi blíðu í Hafnarfirði en á laugardeginum fóru veðurguðirnir að derra sig og var mótið þá flutt inn í íþróttahús ÍFR.
Myndasafn frá mótinu má nálgast inni á www.123.is/if
Hér má svo nálgast heildarúrslit mótsins
Mynd/ Hörður Árnason í hrikalegum átökum við Fjörukrána í bíldrættinum.